Rafmagn til heimila og útflutnings á markaði
Raforkugeiranum á Íslandi, orkunotkun, skipulagi og auðlindir sem enn eru ónýttar er lýst og gefið stutt yfirlit yfir orkuspár sem eru helstu forsendur orkuhönnunar og aflspár sem eru forsendur aflhönnunar raforkukerfa. Íslenska raforkukerfið er orkuhannað vatnsaflskerfi, sem merkir í samanburði við bílakaup, að fyrst er athugað hvort tankurinn rúmar nóg eldsneyti til að komast milli bensínstöðva, en síðan er athugað hvort vélaraflið sé nóg til að komast up bröttustu brekkurnar. Hið samtengda Evrópska orkukerfi er á hinn bóginn nánast alveg eldsneytisknúið og aflhannað, sem merkir í samanburði við bílinn, að aðeins er litið á vélaraflið, en eldsneytismarkaðir tryggja, að nægilega stutt sé milli bensínstöðva. Gefið er yfirlit yfir þá rafmarkaði sem settir hafa verið upp fyrir orkukerfi Evrópu og fyrirkomulagi þeirra lýst og hvernig þeir virka til verðákvörðunar. Lýst er skilyrðum þess að slíkir markaðir virki til hagsbóta fyrir notendur. Gerður er samanburður við Íslenskar aðstæður og fundið að sams konar markaður virkar illa hér að óbreyttu og fæli auk þess í sér vissar hættur fyrir notendur. Sæstrengur með aðgang að raforkumarkaði þar sem magntakmörkun á flutningi milli landa og innlendur forkaupsréttur er hvort tveggja bannað samkvæmt EES samningum, mundi breyta áhættumynstrinu og skapa verulega hættu fyrir þjóðarbúið. Aðalhættan er mikil hækkun raforkuverðs og orkuskortur í kjölfar vatnsþurrðar í lónum. Enginn lagaheimild er í EES samningunum til að geyma öryggisforða í miðlunarlónum til að takmarka þá áhættu innanlands þótt mikill efnahagslegur hvati myndist til að framleiða sem mest og flytja út.
Year of publication: |
2018
|
---|---|
Publisher: |
Reykjavik : University of Iceland, Institute of Economic Studies (IoES) |
Subject: | Energiewirtschaft | Energiekonsum | Energiereserven | Island | energy industry | energy consumption | energy reserves | Iceland |
Saved in:
Series: | Working Paper Series ; W18:06 |
---|---|
Type of publication: | Book / Working Paper |
Type of publication (narrower categories): | Working Paper |
Language: | Icelandic |
Other identifiers: | 1045711152 [GVK] hdl:10419/273300 [Handle] |
Source: |
Persistent link: https://www.econbiz.de/10014306516
Saved in favorites
Similar items by subject
-
Rafmagn til heimila og útflutnings á markaði
Elías Elíasson, (2018)
-
China energy dialogue : research of the most promising energy areas for interrelation
Nezhnikova, Ekaterina, (2018)
-
Varma, Chelikani Venkata Jagannath, (1997)
- More ...